Um Orbicon Arctic

Orbicon Arctic veitir ráðgjöf á sviði bygginga, byggðatækni, veitna og umhverfis.

Orbicon Arctic er dótturfyrirtæki Orbicon A/S í Danmörku og var stofnað á Grænlandi árið 2011 þar sem sýnt þótti að þörf var á vandaðri verkfræðiþjónustu og –ráðgjöf á norðurslóðum. Orbicon Arctic opnaði skrifstofu á Íslandi í apríl 2017.

Svæðisstjóri á Íslandi er Ármann Halldórsson, +(354) 8880510,  arma@orbicon.is
Framkvæmdastjóri Orbicon Arctic er Michael Mørch, +299 48 41 10, micm@orbicon.is
Stjórnarformaður er Per Møller Jensen

Á skrifstofum okkar í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi sem og á skrifstofu okkar í Reykjavík starfa 21 manns. Þar fyrir utan nýtum við sérfræðiþekkingu 600 starfsmanna Orbicon A/S í Danmörku og Svíþjóð.

Við leysum verkefni á Grænlandi og Íslandi fyrir einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Lausnir okkar eru byggðar á heildrænni hugsun og þekkingu okkar á verkfræði, umhverfi, manneskjum og samfélagi til að finna hentugustu lausnina í hvert sinn. Verkefnin leysum við í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar og með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.